Nordic Wasabi Hour

Byrjaðu kvöldið í góðra vina hóp hjá Nordic Wasabi

About this experience

Á nýrri staðsetningu okkar á Skólavörðustíg bjóðum við upp á “Wasabi Hour”, einstaka upplifun þar sem að gestir fá að kynnast starfseminni og bragða á veitingum og drykkjum sem innihalda Nordic Wasabi.


Wasabi Hour er frábær leið til að brúa bilið áður en farið er út að borða eða ef hópinn vantar eitthvað nýtt og spennandi til að gera saman.


Á Wasabi Hour er þemað eins og segir, Wasabi. Gestir fá kynningu frá Nordic Wasabi, á plöntunni og ræktun hennar. Gestir læra að gera okkar geysivinsæla Wasabi Mule kokteil þar sem hver og einn fær að gera sinn eigin. Þá munum við bjóða upp á létt smakk af wasabi tengdum réttum ásamt smakki af bjórnum Skessu sem er bruggaður með wasabi blöðum.


Wasabi Hour er happy hour með nýjum smáréttum og smakki. Eitt verð fyrir allan hópinn, allt að 10 manns. Hentar sérstaklega vel fyrir vinahópa, fyrirtækjaskemmtanir, viðskiptafundi og hvers kyns gleðskap.


Ef það eru einhverjar séróskir fyrir smærri eða stærri hópa endilega hafið samband við okkur í gegnum fresh@nordicwasabi.is


Hlökkum til að taka á móti ykkur!


Your Host

Host image