Notkunarleiðbeiningar

Wasabi stilkurinn er rifinn niður til þess að fá fram einstaka wasabi
bragðið

• Byrjið á því að skola stilkinn undir köldu vatni
• Skerið blaðstilkana af sem að eru efst á stilknum. Flysjið þunnt lag utan af stilknum til þess að fá hreint mauk. Flysjið eingöngu jafn langt upp og nota á í hvert skipti
• Þrýstið stilknum lauslega niður á rifjárnið í hringlaga hreyfingu til þess að búa til wasabi maukið
• Notið bambus pensilinn til þess að skafa maukið af rifjárninu
• Myndið kúlu úr maukinu og látið standa í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Bragðið byrjar svo að dofna eftir 15-20 mínútur