Nordic Wasabi Hour

Byrjaðu kvöldið í góðra vina hóp hjá Nordic Wasabi

About this experience

Nordic Wasabi kynnir til leiks "Wasabi Hour".

Wasabi Hour er frábær leið til að brúa bilið áður en farið er út að borða eða ef hópnum vantar eitthvað nýtt og spennandi til að gera saman.

Á Wasabi Hour munu gestir fræðast um ferskt wasabi sem er almennt talin vera sú planta sem er einna mest krefjandi í ræktun og vex eingöngu náttúrulega í árfarvegum í fjalllendi Japan. Hvernig kemur það til að á austurhluta Íslands sé hátækni gróðurhús sem ræktar nú wasabi allan ársins hring?

Við munum svo í kjöfarið kenna gestum að gera okkar geysivinsæla Wasabi Mule kokteil og mun hópurinn fara saman í gegnum ferlið og hver og einn fær að gera sinn eigin. Ásamt því munum við bjóða upp á smakk af wasabi tengdum réttum sem hafa verið þróaðir í samstarfi við nokkra af bestu matreiðslumeisturum landsins.

Wasabi Hour verður í boði fyrir hópa að hámarki 10 manns. Fyrir sérstakar pantanir er hægt að hafa samband við fresh@nordicwasabi.is.

Innifalið í Wasabi Hour:
Freyðivínsglas við komu
Kokteilakennsla og allt sem þarf til að búa til Wasabi Mule
Smakk af mismunandi réttum
Ótakmarkað magn af Nordic Wasabi

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

Your Host

Host image