Nordic Wasabi
Nordic Wasabi er hin fullkomna gjöf fyrir matgæðinga og alla þá sem hafa gaman af lífinu. Nordic Wasabi er einstök vara, auðvelt er að nota hana og hver einasta máltíð verður að einstakri upplifun. Leiðbeiningar og uppskriftir fylgja með!

Nordic Wasabi geymist í 30 daga, ekki þarf að nota alla rótina í einu.

Ekta wasabi ræktað á Íslandi
Nordic Wasabi

Nordic Wasabi er alvöru wasabi sem að er ræktað á Íslandi. Hingað til hefur allt wasabi á Íslandi verið blanda af piparrót, sinnepi og matarlit. Alvöru wasabi kemur beint úr stilk wasabi plöntunnar og er ferskt grænmeti, ekkert er tekið í burtu og engu er bætt við.

Alvöru wasabi er frábært með sushi og öllum fisk, einnig með kjöti og jafnvel í kokteila!

Einstök upplifun

Ferskt Wasabi er einstök afurð sem hefur í gegnum tíðina verið þekktust í japanskri matargerð en hefur undanfarið verið að ryðja sér rúms innan fusion og Ný-Norrænnar matargerðar. Ferskt wasabi hefur mjúka náttúrulega undirtóna sem fylgja bragðsterku eiginleikunum sem wasabi er einna helst þekkt fyrir.

Ekki græna maukið

Vert er að taka fram að Nordic Wasabi er frábrugðið græna maukinu sem hefur kallað sig Wasabi í vestrænum menningarheim. Græna maukið er yfirleitt blanda af sinnepi, piparrót og grænum matarlit sem í Japan gengur undir nafninu seiyō eða western wasabi. Raunin er sú að fólk hefur ekki bragðað á alvöru wasabi þar til það hefur bragðað það ferskt.

Um Okkur

Jurt ehf. er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað í þeim tilgangi að nýta auðlindir Íslands sem felast í hreinu vatni, lofti, jarðhita og rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum til ræktunar á hágæða afurðum til útflutnings. Við sérhæfum okkur í hreinni matvælaframleiðslu með því að nota vatnsræktun í hátækni gróðurhúsum á Egilsstöðum.

Jurt starfar samkvæmt New Nordic Food Manifesto þar sem áherslan er lögð á hreinleika, ferskleika, einfaldleika og sjálfbæra framleiðslu frá upphafi til enda.


Leiðbeiningar

Til að ná fram wasabi bragðinu og réttu áferðinni er nauðsynlegt að rífa ferska wasabi rót á sér til gerðu rifjárni.

- Byrja skal á að hreinsa rótina undir köldu vatni.

- Næst þarf að skera efri hluta rótarinnar af.

- Ytra lag rótarinnar er svo snyrt með hníf eða skrælara upp að því magni sem ætlunin er að nota hverju sinni.

- Pressa skal rótinni mjúklega á rifjárnið og rífa niður með hringlaga hreyfingu til að búa til wasabi maukið. Ekki er þörf á að nota mikinn kraft.

- Bambus burstinn er síðan notaður til að skafa wasabi maukið af rifjárninu.

- Mótið maukið í kúlu og látið hvíla í örfáar mínútur áður en það er borið fram. Ferskt wasabi heldur sterka bragðinu í 15-20 mínútur þar til það byrjar að dofna.

Geymsluþol

Nordic Wasabi rótin kemur vafin inn í rakan klút í lokuðum poka. Rótina þarf að geyma í kæli í upprunalegum umbúðum og heldur sínum ákjósanlegustu gæðum í 30 daga. Mælst er til þess að væta aðeins klútinn á nokkura daga fresti til að viðhalda ferskleika.

Það má nota einungis hluta af rótinni í einu og pakka aftur inn í klútinn. Þá skal aðeins skera örþunnt lag framan af sárinu áður en að hún er notuð næst.

Hafðu samband
Yes No
You can find Nordic Wasabi at the following restaurants as well as many others